THULE RECORDS ENDURÚTGEFUR PLÖTUNA T1/T2 MEÐ THOR

0

thor

Í gær 9. maí var stuttskífan T1/T2 með Thor endurútgefin á goðsagnarkenndu útgáfufyrirtækinu Thule. Útgafan hefur lengi verið vandfundin og því mikið ánægjuefni fyrir sanna teknó-elskandi vínylsafnara. Verkin komu upphaflega út árið 1998 og vöktu mikla athygli á meðal heimsins fremstu teknóplötusnúða t.a.m. Richie Hawtin.

Frá hinu dáleiðandi og seiðandi T1 yfir til hins drífandi naumhyggjufegurð T2 þessi útgáfa er hátíð fyrir skilningavitin. Þórhallur Skúlason er nafn sem hefur verið samofið íslenskri raftónlist í fjölmörg ár. Rafsagan hans hófst snemma á áttunda áratugnum, en hann var meðal annars skrykkdansmeistari Íslands snemma að aldri og varð árið 1989 plötusnúðameistari Íslands.

thor 3

Stuttu eftir það varð hann tíður gestur á skemmtistöðum Reykjavíkur og tók þátt í uppbyggingu á hinni frægu „Reif” senu. Hann hélt utan um útvarpsþætti tileinkaðri raftónlist og breiddi út rafboðskapinn. Hann hefur spilað víðs vegar um heiminn, þ.á.m. Nýju Jórvík, Borg Englanna, París, Berlín, London, Sviss, Björgvin, Riga, Barcelona, Frankfurt, Sankti Pétursborg, Moskvu og jafnvel í útnára alheimsins svo sem Nizhny Novgorod, Tcheboksary, Izhevsk, Kazan, Ulyanovsk í Rússlandi.

Í byrjun „reif” senunnar hóf hann samstarf við Biogen (Sigurbjörn Þorgrímsson) og stofnuðu þeir saman hljómsveitina Ajax. Var sú hljómsveit ein af fyrstu íslensku rafhljómsveitum til þess að fá viðurkenningu utan frá með útgáfu stuttskífunnar Rufige EP, sem innihélt meðal annars rödd Bumbu og bassahetjunnar Goldie, en af einhverri ástæðu heldur Goldie því fram að lagið sé afrakstur hans eigin svita og társ.

thor 2

Þórhallur Skúlason

Síðar hóf Þórhallur að semja raftónlist í taktföstu tæknóformi, undir áhrifum þýsku tæknótónlistarstefnunnar og vakti tónlist hans mikinn áhuga hjá ekki ómerkari mönnum en Sven Våth. Rithöfundurinn Joyce Carol Oates mælti með fyrir nemendur sína að nota dulnefni yfir eina viku. Það myndi leyfa karlmönnum að skrifa sem kvenmenn og öfugt. Það myndi bjóða þeim um á það frelsi sem þeir alla jafnan höfðu ekki við sköpun sína. Það frelsi hefur Þórhallur nýtt sér til hins ýtrasta, enda notast við fjölmörg dulnefni í gegnum feril sinn, þ.á.m Thor, DJ Thor, Thor H.F.,Thor54, Thor S., Justin Simmons, Sanasol, Samuel L. Bronkowitz, Thor Z., Thor Inc., Flow Machine and RO-TH.

Thule útgáfan hefur verið starfrækt í 21 ár og margt framundan hjá útgáfunni. Ber þar helst að nefna fyrstu nýju útgáfuna í hartnær 14 ár, en þar er um að ræða 12“ með Exos (Arnviður Snorrason), og tvöföldum safndisk með því helsta sem er að gerast í íslenskri naumhyggjukenndri teknótónlist, sem hefur einmitt verið einkenni útgáfunnar frá því á árinu 1995.

Hér er útgáfan í stafrænu formi: http://www.juno.co.uk/products/thor-t1-remastered/601673-01/

Comments are closed.