ÞRJÚ MYNDBÖND OG GLÆNÝ PLATA!

0

Ljósmynd/Eygló Gísla

Rappsveitin Úlfur Úlfur gerði sér lítið fyrir og sendi fyrir nokkrum dögum frá sér þrjú myndbönd við lögin Bróðir, Geimvera og Mávur. Lögin þrjú eru af glænýrri plötu sveitarinnar sem kemur út í dag og ber heitið Hefnið okkar.

Áðurnefnd lög eru vægast sagt tryllt og er mikill hiti fyrir plötunni enda er Úlfur Úlfur ein vinsælasta sveit landsins! Plötunni verður fagnað í dag í plötuversluninni Lucky Records á Rauðarárstíg og byrja herlegheitin stundvíslega kl 16:00. Úlfur Úlfur mun stíga á stokk auk þess að árita plötur fyrir gesti og gangandi!

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin umtöluðu en það er Magnús Leifsson sem leikstýrði þeim og gerir hann það af stakri snilld!

http://www.ulfurulfur.is

Skrifaðu ummæli