ÞRÍR VIÐBURÐIR FYRIR BÖRN Á HÁTÍÐINNI Í ÁR

0

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst í 18. skiptið fimmtudaginn 25. janúar og lýkur laugardaginn 27. janúar. Þótt áherslur hátíðarinnar séu aðallega á íslenska og erlenda samtímatónlist, verða þrír viðburðir fyrir börn á hátíðinni í ár sem haldnir eru í samvinnu við Töfrahurð.

Fyrst ber að nefna Börnin tækla tónskáldin sem fer fram föstudaginn 26. janúar klukkan 9:30 og 10:30 í Iðnó. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en á þeim er lögð áhersla á að kynna börnin fyrir heimi samtímatónlistar. Hallveig Rúnardóttir leiðir áheyrendur inn í heim samtímatónlistar, og sýnir hvernig ný tónlist er hugsuð. Lögð er áhersla á að sýna fjölbreytni nýrrar tónlistar með tónlistarleikjum. Hallveigu til fylltingis verður Shéhérazade hópurinn.

Laugardaginn 27. janúar klukkan 12 gefst börnum og fullorðnum tækifæri á að sjá frumflutning á glænýrri barnaóperu um þjóðsöguna Gilitrutt. Viðburðurinn fer fram í Iðnó og er aðgangur ókeypis fyrir börn 7 ára og yngri. Barnaóperan er eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og byggð á ævintýrinu um Gilitrutt. Þjóðsagan er sett í mun nútímalegri búning en áður þar sem snapchat og aðrir samfélagsmiðlar koma við sögu og breyta gangi mála fyrir sögupersónur. Um leik og söng sjá þau Hallveig Rúnarsdóttir, María Sól Ingólfsdóttir og Þorkell H. Sigfússon, en Sheherazade hópurinn sér um tónlistarflutninginn. Myndskreytingar eru eftir Heiðu Rafnsdóttur. Miðasala er á tix.is.

Skrifaðu ummæli