ÞRÍR KARLMENN SVALA ÞORSTA SÍNUM FYRIR RAPPTÓNLIST

0

Helgi Pétur Lárusson a.k.a. Fonetik Simbol, Ragnar Tómas Hallgrímsson a.k.a. Charlie Marlowe og Ívar Schram a.k.a. Immo.

Hljómsveitin Cheddy Carter var að senda frá sér brakandi ferska stuttskífu sem ber nafnið Yellow Magic. Platan er búin að vera töluvert lengi í vinnslu eða allt frá því þeir gáfu út plötuna, Hors.D’oeuvres, fyrir tæpu ári síðan. Meðlimir sveitarinnar eru engir nýgræðingar þegar kemur að rappi en það má segja að Cheddy Carter sé þrír fjórðu af liðsmönnum rapp sveitarinnar Original Melody, sem er í pásu!

„Tónlistinni má lýsa sem einhverskonar samblöndu af gamla og nýja skólanum, í rauninni einhvers konar vettvangur fyrir þrjá miðaldra karlmenn til þess að svala þorsta sínum fyrir tónlist.“Ívar Schram a.k.a. Immo

cheddy_carter_y_m_3000x3000px_spotify

Platan heitir í höfuðið á titillagi plötunnar en lagið sjálft fjallar að einhverju leyti um fíkn, en kapparnir skiptu út þessum hefðbundnu fíkniefnum fyrir mygluosta. Það er ekkert eitt þema á plötunni, heldur fjalla lögin um það sem þeim er hugleikið hverju sinni rauðvín, osta, körfubolta, afslöppun, o.s.frv.

_mg_4950

Cheddy Carter blæs til heljarinnar útgáfutónleika laugardaginn 15. Október á Prikinu og ætla kapparnir að taka báðar plöturnar í heild sinni. Fonetik Simbol þeytir skífum frá klukkan níu um kvöldið, en hann ætlar að spila lög frá Low-Key Records sem er plötufyrirtæki sem hefur gefið út efni eftir Original Melody, Cheddy Carter, Vald Wegan, Mælginn og fleiri.

Einnig er sveitin að leggja lokahönd á myndband við lagið „Smoked Lamb“ sem verður frumsýnt á næstu dögum, fylgist með gott fólk!

Hér fyrir neðan má hlusta á plötuna í heild sinni.

Comments are closed.