Þrír af áhugaverðustu tónlistamönnum samtímans endurvinna uppáhalds lög sín af plötu Úlfs

0

Úlfur fylgir eftir plötunni Arborescence (nóv 2017) með remix EP að nafni Arborescence {remixes}. Þar endurvinna þrír af áhugaverðustu tónlistamönnum samtímans uppáhalds lög sín af plötu Úlfs.

EP-ið inniheldur þrjú lög en það er Kara-Lis Coverdale sem ríður á vaðið en hún hefur gert það gott með tilraunakenndri tónlist sinni undanfarið og hlaut til dæmis mikið lof fyrir plötuna Grafts sem kom út í fyrra, sem endaði á þónokkrum árslistum. Fyrir Arborescence {remixes} endurvann hún lag Úlfs “Serpentine” og notaðist eingöngu við strengjabúta við gerð remixsins. Útkoman er lágstemmd, fíngerð og eilítið drungaleg – hlustið hér. Hægt er að forpanta EPið á bandcamp og þá fylgir niðurhal af laginu með auk þess sem hin lögin tvö verða send rakleiðis í pósthólf kaupanda á útgáfudegi.

Auk Kara-Lis Coverdale eru það þeir Oren Ambarchi og Alex Somers sem hafa endurgert lög af plötunni. Þau verða aðgengileg síðar – fylgist með! Þangað til er hægt að hlýða á plötuna sem byrjaði þetta allt – Arborescence – hér.

Miðlarnir self-titled magazine og The Quietus fóru fögrum orðum um verkefnið, greinarnar má lesa hér og hér.

Skrifaðu ummæli