Þriðja smáskífa KRÍU er komin út – kalt yfirbragð

0

Ljósmynd: Maria Magdalena Ianchis.

Þriðja smáskífa KRÍU kom nýlega út við góðar viðtökur en öll lögin eru samin og pródúseruð af tónlistarkonunni sjálfri. 1 gestasöngvara má finna á skífunni en það er góður vinur KRÍU og samstarfsaðilinn SEINT en hann kemur fram á laginu „opium view”.

Smáskífan hefur kalt yfirbragð sem er einnig lýsandi þráður í gegnum lögin. KRÍA mun stíga á svið á tónlistarhátíðinni LungA annað kvöld en með henni til halds verða trommuleikari og óvæntur gestur og munu flytja nýju lögin.

Hægt er að nálgast smáskífuna á öllum helstu streymisveitum. Þar á meðal spotify og soundcloud.

Skrifaðu ummæli