ÞRIÐJA PLATA THE THIRD SOUND ER KOMIN ÚT

0

sound 1

Nýlega kom þriðja plata hljómsveitarinnar The Third Sound út hjá bresku útgáfunni Fuzz Club Records og ber hún heitið Gospels of Degeneration. Lög og textar eru eftir Hákon Aðalsteinsson en platan var tekin upp í Berlín af hljómsveitinni sjálfri, en þar hefur sveitin að mestu starfað undanfarin ár.

TVTI-GDOB-30H3-007 Model (1

Umfjöllunarefni laganna tengjast borginni oft á einn eða annan hátt, hvort sem um er að ræða persónulega upplifun á ýmsum hliðum borgarlífsins, karakterum sem þar fyrirfinnast eða mýtum um nautnasamt líferni borgarbúa, sem má rekja allt aftur til áranna eftir fyrri heimstyrjöld.

Platan er nú komin til Íslands og er fáanleg í 12 tónum bæði á geisladiski ,,kókflösku“ glærum 180 gramma vínyl.

Hljómsveitin fylgir plötunni eftir með tónleikum í Evrópu um þessar mundir.

Comments are closed.