ÞRIÐJA PLATA ALCHEMIA ER Á NÆSTA LEITI

0

alchemia 2

Hljómsveitin Alchemia er að ljúka við sína þriðju plötu og mun hún bera nafnið Lunatic Lullabies. Stefnt er á að gefa plötuna út í Febrúar en það bíða eflaust margir óþreyjufullir eftir gripnum góða. Fyrsta plata sveitarinnar leit dagsins ljós árið 2011 og heitir hún einfaldlega Alchemia, önnur platan kom út þrem árum seinna eða árið 2014 og ber hún nafnið Insanity.

alchemia

Lunatic Lullabies er ólík fyrri plötum sveitarinnar að því leytinu til að hún er á köflum bæði þyngri og léttari. Á plötunni er að finna þyngri lög, þar sem gítarar eru stilltir niður í B og trommur spilast með tvífetli. Á plötunni er einnig að finna basic rokk-slagara með catchy laglínum og frábærri textasmíði.

Það mætti segja að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi á þessari glænýju íslensku rokkplötu.

Hægt er að sjá Alchemia spila á öllum helstu rokkstöðum borgarinnar og má þar helst nefna Bar 11 og Guknum en einnig hefur sveitin spilað á Eistnaflugi, Gærunni, og Akureyri Rokkar svo fátt sé nefnt.

Comments are closed.