ÞRÁTT FYRIR MIKLA HEYRNARSKERÐINGU HEFUR HÚN SUNGIÐ ALLA TÍÐ

0

Júlía var að gefa frá sér sína fyrstu plötu en hún ber heitið Forever. Áður hefur hún gefið út smàskífuna „The same.“ Einnig var júlía að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Everywhere“ af plötunni Forever.

Júlía á langann söngferil að baki. Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnarskerðingu þá hefur hún sungið alla tíð og söng mikið opinberlega áður en hún hóf lagasmíðar og textaskrif. Árið 2012 fluttist hún utan til Danmerkur þar sem hún stundaði nám sem söngkennari hjá Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn. Starfaði hún einnig sem söngkennari hjá Mainhouse Music í Árósum og unaði vel. Júlía hóf rekstur fyrirtækis síns MusicMasters í Danmörku og hóf vinnu sína í lagasmíðum, útsetningu laga og textasmíðum og hefur hún fengið mikla athygli vel kunnra erlendra upptökustjóra og plötuútgefenda meðal annars Sony og Universal.

Júlía hefur gefið út ásamt dananum Alexander Palm (ALPALMCINO) 12 lög og vinna þau að útgáfu meiri tónlistar.

Júlía fluttist heim til Dalvíkur í Maí 2016 og hefur verið í upptökum í Hofi hjá Hauki Pálmasyni. Platan er nú komin á allar helstu tónlistarveitur og er hún nú í fullum undirbúningi að taka upp tónlistarmyndbönd og að skipuleggja tónleikaferðalög erlendis.

www.juliaarnaofficial.com

www.spotify.com

www.itunes.com

Skrifaðu ummæli