ÞÓRUNN ANTONÍA OG BJARNI SENDA FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

thorunn & bjarni

Þórunn Antonía og Bjarni M. Sigurðarson  hafa verið að gera tónlist saman í þónokkurn tíma en fyrsta plata þeirra leit dagsins ljós í dag. Thorunn Antonia & Bjarni eins og þau kalla sig tekst afar vel til verks og er tónlistin silkimjúk og falleg.

Þórunn og Bjarni eru engnir nýgræðingar þegar kemur að tónlistarsköpun allir kannast við þá fyrrnefndu og flestir kannast við Bjarna úr hljómsveitinni Mínus svo fátt sé nefnt. Það má heyra áhrif frá Folk tónlist á plötunni og er öll vinnsla plötunnar til fyrirmyndar enda einvala lið sem kemur að gripnum.

thorunn & bjarni 2

Hallur Ingólfsson sá um upptökustjórn, Birgir Ísleifur Gunnarsson á píanó, Vala Gestdóttir á Víolu og Sigurlaug Gísladóttir (MR. Silla), Snorri Helgason, Emiliana Torrini og Dahni Harrison sáu um gestasöng. Allar ljósmyndir er eftir Sögu Sigurðardóttur.

Skellið plötunni á fóninn (eða ýtið á play á tölvinni) og gleymið daglegu amstri í smástund, það má!

Plötuna má nálgast á Soundcloud síðu Thorunn Antoniu & Bjarna:

Comments are closed.