ÞORGRÍMUR JÓNSSON MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR

0

toggi jazz

Þorgrímur Jónsson sendir frá sér sinn fyrsta geisladisk undir eigin nafni, en hann hefur verið mjög virkur í tónlistarlífi Íslendinga undanfarin ár. Hann er meðal annars meðlimur í tríói Sunnu Gunnlaugs og í balkanhljómsveitinni Skuggamyndir frá Býsans.

toggi jazz 2

Tónlistin á geisladisknum, sem er öll samin/skrifuð og útsett af Þorgrími, er af ýmsum toga. Hún er undir austrænum áhrifum Balkanskagans, vestrænni popp og rokk tónlist sem og evrópskum jazzi. Í fyrirrúmi eru lagrænar og vel ígrundaðar tónsmíðar og útsetningar sem ættu að sína styrkleika kvintettsins í heild sinni. Kvintettinn samanstendur af Ara Braga Kárasyni á trompet, Ólafi Jónssyni á tenór saxófón, Kjartani Valdemarssyni á píanó og rhodes, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommur auk Þorgríms sem leikur á raf- og kontrabassa.

Tónleikar Þorgríms fara fram sunnudaginn 14.ágúst kl 21:00 í Silfurbergi og eru jafnframt loka tónleikar Jazzhátíðar í ár.

Comments are closed.