THOR GUNNARSSON SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „HIGHWAY PREACH“

0

thor

Nýtt lag og myndband eftir Thor Gunnarsson hefur litið dagsins ljós sem nefnist „Highway Preach.“ Lagið varð til í Síberíu lestinni á leið til Mongólíu og á sér áhugaverða fæðingu sem ekki verður nánar farið út í hér. Lagið er unnið í samstarfi við Frank Raven sem ljáir söng sinn, en er jafnframt textahöfundur lagsins. Lagið var hljóðritað í London en fullklárað í Hljóðveri Geldinganes á Íslandi. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu Thor Gunnarsson sem er áætluð að koma út snemma árs 2016.

Comments are closed.