Þjónar samfélagsins snúast hvor gegn öðrum, reiðubúnir að valda sársauka

0

Hljómsveitin Vök sendi fyrir skömmu frá sér myndband við lagið „Breaking Bones” en lagið er tekið af breiðskífunni Figure.

„Hugmyndin kom upprunalega frá mjög sterkum hughrifum þegar ég heyrði lagið í fyrsta skipti. Þjónar samfélagsins snúast hvor gegn öðrum, reiðubúnir að valda sársauka.” Hörður Freyr Brynjarsson, leikstjóri myndbandsins.

Á stuttum tíma þróaðist hugmyndin út frá fortíðarþrá sem bergmálar í viðlaginu, sem leiddi hugann að tölvuleikjum frá tíunda áratugnum. Útkoman varð einhvers konar gagnvirk sjónvarpsútsending í vetrarheiminum sem Vök tilheyrir segir Hörður að lokum!

Myndbandið er framleitt af Eyk Studio.

Eykstudio.com

Skrifaðu ummæli