ÞJÓÐLAGATÓNLIST Á LOFT Í KVÖLD 18. MAÍ

0

11987165_10153536136620900_4790590737363285883_n

Í kvöld 18. maí munu Kalli, Friday Night Idols & Owls of the Swamp stíga á stokk á Loft. Kalli, forsprakkari Tenderfoot, hefur getið sér gott orð fyrir tónlist sína bæði hér heima og erlendis og mætti flokka tónlist Kalla sem kántrískotið þjóðlagapopp en hann sendi frá sér plötuna Last Train Home árið 2010 sem var tekin upp í Nashville í Bandaríkjunum.

12799162_1204743739553783_1606797913188404929_n

Friday Night Idols er sólóverkefni Tryggva Gígjusonar en tónlist hans einkennist af persónulegum og einlægum textum við angurværar og grípandi melódíur í þjóðlagapoppstíl.

Sérstakur gestur á tónleikunum er tónlistarmaðurinn Owls of the Swamp frá Ástralíu. Hann spilar ljúfa þjóðlagatónlist.

Tónleikarnir hefjast á slaginu 21.00 og er frítt inn.

Comments are closed.