„þetta verkefni varð til fyrir hálfgerða tilviljun“

0

Hljómsveitin Bagdad Brothers hefur heldur betur verið á blússandi siglingu að undanförnu en sveitin vann til Kraums verðlauna nú fyrir stuttu og einnig sem besta live bandið á Grapevine Music Awards. Platan JÆJA hefur fengið verðskuldaða athygli og lög eins og „brian eno says: quit your job” og „Malar í kassanum” hafa ómað í ófáum eyrum að undanförnu. Sigurpáll og Bjarni skipa Bagdad Brothers en kapparnir vinna nú að sinni annarri plötu sem kemur út 1. febrúar næstkomandi. Óhætt er að segja að nóg er um að vera hjá drengjunum en þeir koma fram í Heimsókn í Horn Hljóðfærahússins næstkomandi föstudag en það er tónleikasería á vegum Hljóðærahússins og Albumm.is.

Bagdad Brothers tóku sér tíma til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum!


Hvenær var Bagdad Brothers stofnuð og hvernig kom það til?

þetta verkefni varð til fyrir hálfgerða tilviljun þegar hljómsveitin vára, sem við tilheyrðum báðir, fór hægt og rólega að gliðna í sundur ca 2016 – við tveir (sigurpáll og bjarni ) höfðum þá í svolítinn tíma á undan verið að dunda okkur við að semja lög saman í leyni. svo á einhverjum tímapunkti snemma árs 2017 ákváðum við að setja saman hljómsveit og byrja að vinna að einhvers konar útgáfu. Við tókum okkur vorið í að undirbúa það, og tókum svo upp „jksp” í júlí. Það var í raun ekki fyrr en eftir það sem við byrjuðum svo að spila á tónleikum

Hvernig munduð þið lýsa tónlistinni ykkar og hvaðan fáið þið innblástur fyrir ykkar tónlistarsköpun?

Bagdad Brothers er popphljómsveit – svo einfalt er það. við tökum innblástur héðan og þaðan, en íslenskt popp úr sjöunni er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Bönd eins og mannakorn, stuðmenn, brunaliðið, o.s.frv. við erum líka að hlusta mikið á bítlana þessa dagana, sem er nauðsynlegt ferli fyrir alla sem hafa áhuga á popptónlist. svo má auðvitað ekki gleyma böndum sem eru starfandi í dag og eru að gera geggjaða hluti, þar ber helst að nefna unknown mortal orchestra, mild high club, hinds, jerkcurb, king krule og svo mætti lengi telja.


Á þessu ári kom út platan JÆJA en hún var að vinna til Kraumsverðlaunanna og Grapevine Music Awards fyrir stuttu. Var platan lengi í vinnslu og bjuggust þið við jafn góðum viðtökum og platan hefur fengið?

við bjuggumst í rauninni ekki við neinum viðtökum þannig séð, hvað þá að vinna til verðlauna. platan varð til eins og hún leggur sig á tæpum tveimur mánuðum, að undanskildu laginu „Malar í kassanum” sem hafði verið til aðeins lengur. upptöku og eftirvinnsluferlið tók átján daga, ef við munum rétt; þetta var í raun bara gert sem nokkurs konar áskorun, tilraun til að ögra okkur aðeins. Okkur finnst eiginlega smá merkilegt hvernig eftirmálarnir urðu síðan.

Ef þið gætuð farið í mánaðar langa geimferð með hverjum sem er (lífs eða liðinn) hver yrði fyrir valinu og afhverju hún/hann?

ætli það yrði ekki mánaðarlangt intergalactic lagasmíðanámskeið með magga eiríks, merkilegasta lagasmið íslandssögunnar!

Hvaða plötu getið þið hlustað á endalaust og hvað er það við þá plötu sem heillar ykkur?

Sumar á sýrlandi með stuðmönnum kemur upp í hugann! Ótrúlega þétt og vel smíðuð poppplata sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Hvað er framundan hjá ykkur og eitthvað að lokum?

við erum að gefa út ep plötu 1. febrúar næstkomandi, og verðum með útgáfutónleika á húrra viku seinna, 8. Febrúar.  í kjölfarið höldum við væntanlega áfram að vinna í nýju efni, og aldrei að vita nema það komi meira út á árinu. annars er líka mikið af spennandi tónleikum framundan, sem verður allt kynnt á næstu misserum. En efst á baugi eru tónleikarnir í Hljóðfærahúsinu á föstudaginn, það verður epískt! En í stuttu máli sagt, það erumjög spennandi tímar framundan.


Bagdad Brothers kemur fram í Horni Hljóðfærahússins næstkomandi föstudag kl 17:00. Frítt inn og allir velkomnir! Hægt er að fræðast nánar um viðburðinn hér.

Hljodfaerahusid.is

Bagdad Brothers á Instagram.

Skrifaðu ummæli