„Þetta verður jafn spennandi fyrir okkur og áhorfandann“

0

Hljómsveitin Sycamore Tree hefur heldur betur vakið verskuldaða athygli að undanförnu en fyrsta plata sveitarinnar “Shelter” fékk glimrandi dóma! Gunni Hilmars og Ágústa Eva skipa sveitina en á morgun blæs sveitin til heljarinnar tónleika á Hard Rock Cafe! Öllu verður til tjaldað en á sviðinu verður meðal annars strengja sveit og svo má búast við leynigesti svo sumt sé nefnt!

Albumm.is náði tali af Gunna og svaraði hann nokkrum spurningum!


Hvað segir kappinn gott?

Ég er fáránlega góður takk. Sit hérna með kaffið og fer yfir set-listann fyrir annaðkvöld og rifja upp lögin. Ég er svo svakalega gleyminn að það er bara grín. Ég man ekki eigin lög !

Hvernig leggjast tónleikarnir í þig?

Svakalega vel. Við höfum haldið slatta af giggum bara 4, semsagt ég og Águsta Eva ásamt Arnari Guðjóns á bassa og Unni Birnu Björns á fiðlu. Núna erum við að bæta við strengjasveit sem Matthías Stefáns, Chrissie Guðmunds og Örnólfur Kristjánsson skipa ásamt Magnúsi Jóhanni á Píanó. Og svo er leynigestur sem er ekki séns að ég gefi upp hér ! Það verður aldeilis óvænt !

Óhætt er að aegja að öllu verði til tjaldað, við hverju má fólk búast?

Við munum spila mikið af efni og allskonar. Bæði af Shelter og svo af nýju plötunni sem er í vinnslu. Sumt er formað niður og annað er frjálst flæði. Þetta verður jafn spennandi fyrir okkur sem og áhorfandann. Við gefum alltaf allt í okkar tónleika og njótum þeirra eins mikið og þeirra sem koma að hlýða á okkur. Við munum spila af hjarta og sál eins og áður.

Verður tekið eitthvað af nýju efni og er kannski plata í vinnslu?

Já ákkúrat ! Við erum að vinna plötu í Los Angeles með Rick Nowels sem meðal annars hefur unnið með Madonnu, Adele, Lana Del Ray, Dua Lipa, Sia, Dido, FKA Twigs og mörgum mörgum fleirum og við munum spila mikið af því efni. Það verður mjög spennandi. Prógrammið okkar er orðið bara nokkuð veglegt eða um 20 lög eða svo.  

Hvaða lag er skemmtilegast að spila live og afhverju það?

Úff. Erfitt að segja en ef ég lít yfir programmið hér þá finnst mér alltaf mjög skemmtilegt að spila lag sem heitir “ In The Dark “ sem er eitt af þessum nýju sem líklegast verður með á nýju plötunni.

Hvenær byrja tónleikarnir og hvar er hægt að nálgast miða?

Hard Rock Café og hefjast þeir stundvíslega klukkan 20.00! Þaðer uppselt á tóneikana en miðasalan var á Midi.is

Eitthvað að lokum?

Já, okkur er mjög umhugað um náttúruna. Við erum að rústa þessari jörð. Förum að hugsa lengur en bara daginn í dag og breytum okkar hugsunargangi í þessu efnum.

Uppselt er á tónleikana annaðkvöld 27. Október en aukatónleikar fara fram á Hard Rock Cafe 26. Nóvember næstkomandi!

Skrifaðu ummæli