„ÞETTA VAR SKEMMTILEG HUGMYND SEM ALLIR VORU TIL Í AÐ TAKA ÞÁTT Í”

0

Safnplatan Icebreaker kom út á dögunum en hún inniheldur íslenska Drum N Bass, Jungle og breakbeat tónlist! Platan inniheldur níu listamenn og óhætt er að segja að framtíðin sé björt í þessarri bráðskemmtilegu senu.

Albumm.is náði tali af Robert Kraciuk en hann er aðal sprautan á bakvið plötuna!


Hvernig kom til að ráðist var í Drum N Bass, Jungle og breakbeat safnplötuna Icebreaker?

Það var held ég bara kominn tími til, fannst lítið vera að gerast í kringum dnb hérlendis og þetta var skemmtileg hugmynd sem allir voru til í að taka þátt í þannig að við réðumst bara í þetta.

Futuregrapher á lagið Cigarettes And Asthma á plötunni.

Hverjir eru á plötunni og er þessi sena sterk/stór á íslandi?

Það eru níu listamenn samtals á plötunni, en senan, það er erfitt að setja punkt á hvar hún er nákvæmlega núna en mér finnst eins og það séu góðir dagar framundan í þessarri stefnu.

Hvað er platan búin að vera lengi í vinnslu?

Síðan febrúar 2016.

Orange Volante á lagið Mania á plötunni.

Hvað er framundan og eitthvað að lokum?

Úff ég held ég taki mér ágæta pásu, þetta var alveg heljarinnar verkefni og svo er skólinn byrjaður og maður að vinna líka. Svo sé ég bara til, það er nú þegar verið að spyrja útí „Icebreaker Vol2,” persónulega er ég alveg til sjáum bara hvað setur.

Skrifaðu ummæli