„Þetta gerist allt þegar heimsorkan leyfir”

0

Tónlistarmaðurinn Royal Gíslason sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu en hún ber heitið Alien Vibez. Kappinn segist veru undir miklum áhrifum frá bandarísku hipp hoppi en lýsir sinni tónlist sem New Soul, Hip hop og RnB. Alien Vibez er virkilega þétt plata en Royal hefur unnið að henni í um tvö ár!

Albumm náði tali af kappanum og svaraði hann nokkrum spurningum um plötuna, tónlistina og framhaldið svo sumt sé nefnt!


Hvað ert þú búinn að grúska í tónlist lengi og hvernig kom það allt saman til?

Ég er búinn að vera on and off að búa til tónlist og semja texta síðan að ég var fimmtán ára gamall. Stýllinn hefur breytst og þróast ansi mikið síðan ég byrjaði en sérstaklega eftir að ég Bjó úti í Los Angeles. Þar fékk ég að kynnast helling af flottu listafólki sem veittu mér innblástur í því sem ég er að gera í dag!

Er platan búin að vera lengi í vinnslu og hverjir eru þínir áhrifavaldar?

Platan er búin að vera í vinnslu í um tvö ár en lagið „Cologne” samdi ég þegar ég bjó í L.A þannig þessi plata er búin að vera annsi lengi á leiðinni. Mínir áhrifavaldar eru svo margir að ég á mjög erfitt með það að nefna einhver ákveðin nöfn. Ég mundi segja að sé undir miklum áhrifum af Bandarísku Hip Hop senunni í heild sinni frá því cirka 90 til dagsins í dag.

Hvernig mundir þú lýsa tónlistinni þinni í einni setningu?

Það er einmitt búið að vera frekar erfitt fyrir mig að lýsa Stýlnum eins og hann er í dag en besta sem mér dettur í hug núna er Mixtúra af New Soul/Hip hop /rnb.

Á að fylgja plötunni eftir með tileirandi tónleikahaldi?

Ég fer klárlega að spila live bráðlega en ég er þessa dagana að einbeita mér að þeim verkefnum sem ég er nú þegar byrjaður að vinna í. Þetta gerist allt þegar þetta á að gerast og þegar Heimsorkan leyfir!

Hvað er á döfinni hjá þér og eitthað að lokum?

Það er mikið spennandi að gerast núna hjá mér. Meðal annars þrjú mismunandi Collaborations með heavy hæfileikaríku fólki. Er t.d að vinna í lagi með Margréti Ástu eða “lil miss vkng/viking” (sem er með mér í myndbandinu við “Cologne”) en við erum að fara í stúdíó á næstu dögum að taka upp fyrsta sameiginlega lagið okkar.

Hægt er að hlýða á Alien Vibez í heild sinni á Spotify

Skrifaðu ummæli