„Þetta eru mestmegnis sömpl sem ég fann og höfðu ákveðið vibe“

0

Jóhann Arnór Elíasson eða Flizzymane eins og hann kallar sig var að senda frá sér svo kallað “Beat Tape“ sem nefnist „Basement Tapes.“ Verkefnið varð til á fjórum mánuðum og er mestmegnis sömpl (hljóðsmal) sem Flizzymane fann og höfðu ákveðið vibe.

„Helstu áhrifavaldarnir eru Madlib, Burial, Three Six Mafia og DJ Smokey. Ég vildi reyna að gera hálfgert mix á milli þeirra, sample fýlingurinn frá Madlib og Burial en hugmyndirnar fyrir trommurnar koma mest allar frá Three Six og DJ Smokey. Má líka ekki gleyma öllu aesthetic-inu sem kemur flest allt frá Spaceghostpurrp og Raider Klan. Fannst líka alltaf að það vantaði þetta rough, gritty og raw sound í íslensku senuna eins og meðlimir Raider Klan gerðu á sínum tíma í underground-inu.“

Flizzymane er ekki einsamall á ferð en félagi hans Marvin er einnig með honum í verkefninu og sér hann um rappið. Kapparnir eru að vinna í nýju teipi og mun það koma út í sumar!

„Tape – ið sem kemur í sumar frá mér og Marvin félaga mínum verður mjög mixed. Það mun innihalda lög með mismunandi vibes, allt frá dark underground dóti yfir í old school type dæmi.“

Flizzymane sér um allar útsetningar og Marvin sér um rappið og textana á teipinu en þeir munu samt sem áður smíða allt saman, gott er að hafa sömu sýn á öllu.

Skrifaðu ummæli