„ÞETTA ERU LÖG SEM VINNA OFT VEL MEÐ ANNARRI LIST“

0

Bjarki Ómarsson var að senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband undir sínu eigin nafni ásamt vinkonu sinni Þórunni Helgadóttur. Þetta er langþráður draumur Bjarka að taka skrefið og gefa út instrumental monotonic músík, eða „Bíó tónlist“ eins og honum finnst best að kalla hana.

„þetta eru svona þessi lög sem skapa stemmningu og vinna oft vel með annari list og þá sérstaklega kvikmyndum og þáttum. Ég hef alltaf verið mikið fyrir bíómyndatónlist og þá lít ég sterklega upp til Alan Silvestri og Ennio Morricone þó svo að inflúensan komi ekkert endilega út frá annarri tónlist. Geta verið kraftmikil hljóð úr náttúrunni eða einhverjar tilfinningar sem kalla á að vera útsettar með hljóði.“ – Bjarki

Ómar og Þórunn eru virkilega stolt af þessu og hlakkar þeim mikið til að sýna fólki og leifa þeim að heyra. Ómar vonast svo til í framtíðinni að næla sér í verkefni í tengslum við kvikmyndir og sjónvarp en þangað til mun hann gefa út tónlist.

Myndbandið við lagið var tekið upp á Flateyri í sumar og fékk Ómar og Þórunn faglega aðstoð þar við tökurnar.

Skrifaðu ummæli