„ÞETTA ER SKEMMTILEG TILFINNING OG MIKILL HEIÐUR!

0

Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að sigra heiminn en nú er hún tilnefnd til grammy verðlaunanna fyrir besta rokkflutning ársins á laginu „No Good.“ Kaleo eru alls ekki í slæmum félagsskap þarna en Leonard Cohen, Chris Cornell, Foo Fighters og Nothing More fá einnig tilnefningu.

Albumm.is náði stuttu spjalli við Jökul Júlíusson söngvara og gítarleikara Kaleo og svaraði hann nokkrum léttum spurningum um tilnefninguna!


Hvernig tilfinning er það að vera tilnefndir til Grammy verðlaunanna?

Þetta er skemmtileg tilfinning og mikill heiður!

Þið eruð tilnefndir fyrir besta rokkflutning ársins á laginu „No Good,“ kom þessi tilnefning ykkur á óvart?

Já og nei. Það var mikið talað um tilnefningu í fyrra líka en þetta er auðvitað góð viðurkenning.

Hvernig er að vera í Kaleo í dag og hvað merkir þessi tilnefning fyrir hljómsveitina?

Það er rosalega mikið að gera og mikil þreyta eftir rosalega viðburðaríkt ár. Eins og er erum við að túra ‘Kaleo Express Tour’ síðan í ágúst og endum ekki fyrr en 18 desember svo þetta er búið að vera mjög strembið og stíft prógramm en einnig ótrúlega skemmtilegt og frábært að koma til allra þessara nýju landa og sjá mikinn vöxt og velgengni þar.

Á að mæta á hátíðina og eitthvað að lokum?

Já ég geri ráð fyrir að fara. Annars hlakka ég gífurlega til að einbeita mér að nýrri tónlist á nýju ári.

Officialkaleo.com

Skrifaðu ummæli