ÞETTA ER RETRO WAVE FUTUREPAST BACK TO THE FUTURE SOUNDING SHIT

0

Hljómsveitin Swan Swan H var að senda frá sér „All The Bright Lights“ en það er ansi 80´s skotið. Lagið er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar U.F.O sem kemur út í sumar en að sögn meðlima sveitarinnar er mikið um trommuheila og Neverending story bassagöngum á plötunni!

„Ég hef alltaf elskað svona retró shit! Barnapían mín í æsku var Sega Mega Drive leikjatölva og ég dýrkaði oft tónlistina í leikjunum, meira en leikina sjálfa“  Svanur Herbertsson

Eins og eflaust margir vita er söngvari sveitarinnar Svanur Herbertsson sonur tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar. Herbert gerði meðal annars lagið Can´t Walk Away ódauðlegt og Svaraðu svo fátt sé nefnt.

„Það er ákveðin húmor í gangi að hafa mörg lögin á plötunni 80’s skotin enda hafa allskonar skotum verið skotið á mig í gegnum tíðina varðandi hverja manna ég er og allt Can’t Walk Away brandarasafnið notað!  Ég ákváð að nota vopnið sem var verið að hæðast að mér með og búa til eitthvað retro wave futurepast back to the future sounding shit!“ – Svanur Herbertsson

Skrifaðu ummæli