„Þetta er rave fyrir augun, eitthvað sem er nýtt og mögulega framandi“

0

Grafíski hönnuðurinn, listamaðurinn og ljósmyndarinn Siggeir Magnús Hafsteinsson eða Sig Vicious eins og hann er oft kallaður opnaði sýninguna Lavastract í Listastofunni á laugardaginn sem leið. Geiri eins og hann er einnig kallaður er maregt til lista lagt og óhætt er að segja að hann hafi komið víða við á viðburðarríkum ferli!

Kappinn byrjaði að þróa þennan stíl árið 2014 en innblásturinn er aðalega fenginn frá listamönnunum Futura 2000, Kaws og Daniel Arsham. Albumm náði tali af Geira og svaraði hann nokkrum léttum spurningum um sýninguna!


Þú varst að opna sýninguna Lavastract í Listastofunni, Er sýningin búin að vera lengi í vinnslu?

Ég byrjaði árið 2014 að gera þessar myndir og finna minn stíl. Ég er búinn að vera með hugmyndina í höfðinu í kanski tvö ár svo ákváðum við þessa sýningu í Listastofunni fyrirvum tveim  mánuðum síðan. Þá fóru allir þræðirnir að koma saman.

Hvaðan sækir þú innblástur fyrir þína listsköpun og hvaða þrír listamenn eru í uppáhaldi?

Í náttúruna aðalega og svo auðvitað í því sem maður sér á internetinu. Ég elska allt sem Futura 2000 gerir, Daniel Arsham er frábær og ég dýrka Kaws.

Hvernig mundir þú lýsa verkunum á sýningunni og hvenær lýkur sýningunni?

Þetta er Rave fyrir augun, eitthvað sem er nýtt og mögulega framandi. Sýningin stendur til 7. Júní og ég verð þarna allan tímann svo fólk getur fengið útskýringar á efni verkanna eða bara spjallað.

Hvað er að gerast hjá þér í nánustu framtíð og eitthvað að lokum?

Ég ætla að fara út úr bænun um leið og sýningin er búinn og vera einhverstaðar út í móa með myndavél í nokkra daga.


Sigvicious.com

Instagram

Skrifaðu ummæli