„Þetta er okkar stíll! – Við erum 80´s kidz”

0

Tónlistarmaðurinn Berndsen hefur svo sannarlega komið víða við á sínum tónlistar ferli en hann var að senda frá sér plötuna Alter Ego. Berndsen segir plötuna hafa verið nokkuð lengi í vinnslu en enginn nennir að hlusta á þá sögu! Kapppinn er um þessar mundir í heljarinnar tónleikaferð um Bandaríkin og gengur það víst vonum framar!

Albumm.is náði tali af Berndsen og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum!


 Þú varst að senda frá þér nýja plötu, hvað heitir hún og hvernig mundir þú lýsa henni í einni setningu?

Fullorðins Pabba Popp.

Platan er afar skemmtileg, er hún búin að vera lengi í vinnslu og hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar?

Platan hefur verið nokkuð lengi í vinnslu og það er löng saga sem enginn nennir að lesa haha, en margir áhrifavaldar koma við sögu eins og t.d Bryan Ferry, Talk Talk, Prefab Sprout, David Bowie sé eitthvað nefnt.

Er nýja platan frábrugðin fyrri verkum og áttu þér uppáhalds lag á plötunni?

Þetta er okkar þriðja plata og við vildum gera eitthvað öðruvisi en fyrstu tvær en halda samt svipuðum hljóðheim, meiri tregi og fullorðins, mitt uppáhalds í augnablikinu er Birds of Prey en ég skipti oft um skoðun.

Hvað er að þínu mati besta plata allra tíma og hvað er það við þá plötu sem heillar þig?

Uff ég er allt of margar uppáhalds! En ef ég yrði að velja einhverja eina ætli það sé ekki Bowie – Low, Heildarsándið og lögin á þeirri plötu eru episk!

Nú hefur þú oft á tíðum notast við hljóm frá “the 80´s” ber mikið á þeim hljóm á nýju plötunni?

Það er auðvitað okkar stíll! Erum 80´s kidz!

Á að fylgja plötunni eftir með tilheyrandi tónleikahaldi?

Heldur betur, Erum núna á 3 vikna ferðalagi um Bandaríkin að spila og kynna okkur fyrir kananum, svo stefnum við hitt og þetta á næsta ári, kemur í ljós. 

Ef þú mættir einungis hlusta á Rod Stewart eða Tina Turner í heilt ár, hver yrði fyrir valinu?

Haha örugglega Rod Stewart! Young Turks á repeat í eitt ár, ég held ég gæti það!

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Ætli það sé ekki að byrja á plötu númer 4!

Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið „Birds Of Prey.“

Instagram

Skrifaðu ummæli