„ÞETTA ER NOKKURS KONAR COVER ÚTGÁFA EN ER GJÖRÓLÍKT UPPRUNALEGA LAGINU”

0

Hljómsveitin Gunman & The Holy Ghost var að senda frá sér nýtt myndband við lag sem nefnist „My Friend Lonely” og verður að finna á nýrri stuttskífu sveitarinnar, sem kemur út innan skamms.

Lagið er nokkurskonar cover útgáfa, þar sem textinn er tekinn úr laginu „Lonely” eftir Jake Holmes en lagið sjálft er þó gjörólíkt upprunalega laginu, sem er að finna á fyrstu plötu Holmes, The Above Ground Sound (1967). Á sömu plötu er að finna lagið Dazed and Confused, sem Holmes samdi en Led Zeppelin hreinlega stal og gerði frægt.

Stuttskífa Gunman & The Holy Ghost er fimm laga og ber heitið House For The Dying. Um er að ræða þrjú eldri lög sem ekki komust á síðustu plötu og tvö ný lög sem hafa verið partur af tónleikaprógrammi hljómsveitarinnar undanfarið. Þrjú laganna voru tekin upp live í stúdíói (að söng undanskyldum) og á þeim upptökum léku: Hákon Aðalsteinsson (söngur, kassagítar), Ingólfur Máni Thomasson (rafmagnsgítar), Golbarg Zolfaghari (orgel), Antonio D’ Orazio (Bassi) og Joe Dilworth (trommur). Í hinum lögunum tveimur sá Hákon um allan hljóðfæraleik og söng að undanskyldum lap steel gítar í laginu „My Friend Lonley“ sem Robin Hughes lék á.

Lög og textar eru eftir Hákon Aðalsteinsson (fyrir utan My Friend Lonely), Marteinn Marteinsson sá um upptökur og alla eftirvinnslu. Stuttskífan verður fáanleg á Bandcamp síðu sveitarinnar en auk þess aðgengileg á Spotify og öðrum slíkum veitum. 

Hljómsveitin mun fagna útgáfunni með tónleikum í Berlín á næstunni.

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið „Lonely“ með Jake Holmes:

Skrifaðu ummæli