„ÞETTA ER MÍN EIGIN BARÁTTA VIÐ ÞUNGLYNDI“

0

Tónlistarmaðurinn Viljar Niu var að senda frá sér lag og myndband sem nefnist „Paranoid In Paradise.“ Lagið fjallar um baráttu hans við þunglyndi en eins og hann segir þá hefur textagerð hjálpað honum mikið í gegnum veikindi hans. Í myndbandinu sést hann ganga ágætis leið um trjálendi með hjólabretti á bakinu. Þessi staður sem hann nefnir ekki nánar hvar er, er mikið í uppáhaldi hjá honum þá sérstaklega með góða tóna og pípu um hönd. 


Er lagið búið að vera lengi í vinnslu?

Já ég byrjaði á því fyrir sirka 6 mánuðum síðan svo það er mjög gott og mikill léttir að geta hent því loksins í kosmósið, af 4 laga smáskífunni Subtle Insanity sem kemur núna á spotify 17. September.

1.Shock (intro)

2.Paranoid in Paradise

3.MAN

4.UFO

Fyrst fer ég í shock, verð taugatrekktur, maðurinn tekur við með brenglaðar ranghugmyndir og svo verð ég að UFO og fer út í geim. Skífan er unnin af mér, Birkir leo (B-LEO) og Trausta (Nvre$t). Síðan vonandi sama dag kemur út Ritnarök Pt.1, þar sem ég tengi goðsagna og skáldskapaverur við textana. Þar reyni ég að blanda rappi við rokk og punk og ástæða fyrir að ég segi part 1 er útaf því að ég er að vinna í 5 lögum í viðbót svo í endann verð ég kominn með 9 ritnarök. Þar verður t.d. Jekyll and hyde og Frankenstein sem ég er að vinna í.

1.00 CUJO

2.DRACULA

3.HANNIBAL

4.LUCIFER

Er lagið um eitthvað sérstakt?

þetta er um mína eigin baráttu við þunglyndi og hvernig textagerð hefur hjálpað mér, ef þú hlustar á fyrstu 8 línurnar í laginu þá færðu frá mér mikla hreinskilni

Hvernig kom hugmyndin að myndbandinu?

Þetta er gönguleið sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega með góða tóna og pípu í hönd. Ég reiknaði út hversu hratt ég þyrfti að labba til þess að láta þetta smella frá A til B. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi koma út en með hjálp Þorbergs Erlendsonar þá small þetta svona gullfallega.

Eitthvað að lokum?

Myndband við lagið „MAN“ droppar þann 17. Sept sem er búið að vinna lengi í.

Ekkert er á spotify eins og er því miður en það mun vera undir Viljar Niu.

„Ég rokkaði eitt sinn glingur en á því flaug fingur, Þá komst ég að það er sálin sem að syngur“ – Viljar Niu

Takk fyrir mig!

Skrifaðu ummæli