Þetta er lokapunkturinn í dásamlegri og ævintýralegri Eurovision vegferð

0

Ljósmynd: Saga Sig.

Lagið „Ég Veit Það” (e.Paper) eftir Svölu Björgvinsdóttir sem vann Söngvakeppni Sjónvarpsins 2017, Einar Egilsson, Lily Elise og Lester Mendez er komið út í nýrri órafmagnaðri útsetningu Óskars Einarssonar.  Svala tók þessa nýju útgáfu á lokakvöldi Söngvakeppninnar þann 3.mars við mikil og alveg ótrúlega jákvæð viðbrögð áhorfenda og þeirra sem heima sátu. Í kjölfarið ákvað Svala að taka upp lagið í þessari nýju útsetningu og gefa það út.

Óskar Einarsson útsetti lagið eins og fyrr segir og spilaði inn píanó. Þær Þórdís Imsland, Anna Sigríður Snorradóttir, Íris Lind Verudóttir, Hrönn Svansdóttir og Fanny Kristín Tryggvadóttir sáu um bakraddir ásamt Óskari. Íslenska textann samdi Stefán Hilmarsson. Þetta er lokapunkturinn í dásamlegri og ævintýralegri Eurovision vegferð Svölu og heldur hún spennt inn í næstu verkefni.

Framundan eru spennandi útgáfur hjá Svölu sjálfri sem var tilnefnd sem söngkona ársins bæði á Hlustendaverðlaununum og Íslensku Tónlistarverðlaununum. Einnig eru útgáfur á tónlist og myndböndum með bandinu hennar, Blissful. Svala er búin að vera inni í stúdíó að semja og vinna með frábæru fólki og mun t.d vera á nýjasta lagi Reykjavíkurdætra og næsta lagi Lexi Picasso.

Blissful, dúó-bandið sem samanstendur af Svölu og Einari eiginmanni hennar, sem einmitt kom fram í fyrsta skiptið á Íslandi á SónarReykjavík og frumflutti þar nýja frábæra tónlist um s.l helgi heldur áfram að gefa út tónlist eftir góðar viðtökur á Elevate, Make It Better og Find A Way, en tónlistarmyndbandi við það síðast nefnda var einmitt tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna.

Skrifaðu ummæli