„ÞETTA ER LAG SEM Á VIÐ FLEST ALLA STRÁKA“

0

Hilmar Harðarson eða Mjöll eins og hann kallar sig er 19 ára tónlistarmaður sem er fæddur og uppalinn í bandaríkjunum en býr í dag á íslandi. Kappinn var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Daydreamer.“ Lagið er með r&b – hip hop vibes og er það fyrsta lagið sem hann syngur í einn, en hann hefur sungið allt sitt líf og með öðrum artistum.

„Nafnið Mjöll þýðir snjór á íslensku og á það við mig vegna ég er mjög hvítur og mér hefur alltaf fundist það nafn fallegt svo hvers vegna ekki að nota það sem artista nafn?“ – Hilmar

„Daydreamer“ er lag af plötunni sem Hilmar er að fara gefa út, en hún ber heitið 2D eða tvívídd á íslensku. Platan dettur inná spotify í ágúst, en einnig munum við sjá tvö tónlistarmyndbönd frá kappanum í kjölfarið útgáfu plötunnar.

„Þetta er lag sem á við flest alla stráka sem dreyma sér um að fá það sem þeir eiga ekki, t.d. að fá ekki draumastelpuna, enda fjallar eitt erindið í laginu einmitt um það. Lagið fjallar hins vegar sérstaklega um einn strák sem er að láta sig dreyma að fá hluti sem honum hefur alltaf langað í og auk þess um stelpu sem hann er hrifinn af.“ – Hilmar

Það eru bjartir tímar framundan hjá kappanum en hann er að vinna í lögum með þekktum söngvara og rappara sem hann vill ekki nafngreina eins og er, þannig það verður spennandi að fylgjast með Hilmari eða Mjöll í nánustu framtíð!

Skrifaðu ummæli