„Þetta er eitthvað sem ég mun gera oftar“

0

Tónlistarmaðurinn Andri BG sendi frá sér lagið „Leika“ fyrr á þessu ári en út var að koma glæsilegt myndband við lagið! Midnight Mar leikstýrði myndbandinu og er útkoman vægast sagt glæsileg!

„Það var lagt mikla vinnu í þetta myndband, enda er þetta geðveikt flott. Þetta tók allt nokkra daga og var margt gert fyrir myndbandið. Við fengum glænýjan Subaru BRZ bíl sem er notaður í myndbandinu. Einnig var farið í Hvalfjörðinn og var tekið upp á mjög mörgum stöðum þar. Þetta var ógeðslega gaman og þetta er eitthvað sem ég mun gera oftar!“ Andri BG

Andri segir að hann vildi prófa að gera eitthvað öðruvísi og grípandi en lagið „Leika“ er blandað af Rapp og Dupstep. Einnig er annað myndband í vinnslu hjá kappanum.

Instagram

Soundcloud

Spotify

Skrifaðu ummæli