„Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferðalag”

0

Jóhanna Elísa var að senda frá sér Ep plötu og snilldar ábreiðu af laginu „Fix You” með hljómsveitinni Coldplay en ábreiðunni fylgir einnig myndband. Platan ber einfaldlega heitið Jóhanna Elísa og er hennar fyrsta útgáfa. Lögin á plötunni eru melodísk og poppuð en Jóhanna fékk með sér færa djassleikara til að spila á plötunni og á köflum má heyra dálítinn djass blæ.  

„Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferðalag, að taka upp plötuna og tvö tónlistarmyndbönd.” – Jóhanna Elísa

Fyrr á árinu fór Jóhanna til Grænhöfðaeyja í Afríku til að taka upp tónlistarmyndband við lagið „Adventurous Dream“ en að sögn Jóhönnu var seinna myndbandið mun einfaldara ferli en það tók hún upp á einu kvöldi núna í október.    

Jóhanna Elísa er nú þegar byrjuð að semja lög fyrir næstu plötu, sem verður breiðskífa. Sú plata mun fara í örlítið aðra átt! Okkur hlakkar til að fylgjast nánar með Jóhönnu en þangað til skellum við á play og njótum!

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið „Adventurous Dream.“

Skrifaðu ummæli