„ÞETTA ER ALLT TEKIÐ UPP Í EINNI TÖKU, ÞAÐ GETUR VERIÐ RISKY”

0

Leikstjórinn Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði myndbandi fyrir Fleet Foxes við lagið Crack-Up með sérstakri gestainnkomu frá Graduale Nobilis. Fleet Foxes voru staddir á Íslandi á Iceland Airwaves síðastliðin Nóvember og spiluðu fyrir fullu húsi í Hörpu.

„Þeir höfðu séð efni frá mér og leist vel á. Þetta myndband er tekið allt í einni töku og þeir eru að flytja lagið live. Það er risky, því það þarf allt að ganga upp, en þetta heppnast ótrúlega vel og gefur skemmtilega nánd við listamennina. ” – Eilífur Örn Þrastarson, Leikstjóri myndbandsins.

Fleet Foxes var stofnuð í Seattle og hefur verið ástsæl meðal Íslendinga og var ein af stærstu hljómsveitunum sem heimsóttu Airwaves þetta árið.  Þeir hafa meðal annars hlotið tilnefningu til Grammy verðlaunana auk annarra viðurkenninga.

SNARK er framleiðslufyrirtækið á bakvið myndbandið og Ólafur Páll Torfason stýrði framleiðslunni og Tómas Marshall skaut. Myndbandið er unnið í samstarfi við Consequence of Sound í Bandaríkjunum sem er einn stærsti vettvangur tónlistar í heiminum í dag.

Hægt er að sjá myndbandið hér.

Snark.is

Skrifaðu ummæli