Þétt dagskrá í allt sumar – Sumar í Havarí

0

Mikið stuð verður á Havarí í sumar en listahátíðin Sumar í Havarí hefst þann 20. maí næstkomandi og stendur til 18. Ágúst! Dagskráin er vægast sagt alls ekkert slor en fram koma:

Emmsjé Gauti, Tilbury, President Bongo, Með allt á hreinu (söngbíó), Hljómsveitin Valdimar, Snorri Helgason, FM Belfast, Hermigervill, Olga Vocal Ensemble, Austurvígsstöðvarnar, Hljómsveitin Eva, Lay Low, Hildur, Ösp Eldjárn, Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Óskar, Hildur Vala, Jón Ólafsson, Ed Hamell og Prins Póló

Þetta er annað árið í röð sem hátíðin er haldin en það eru bændurnir á Karlsstöðum þau Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló sem standa að henni.

Forsala á hátíðina er á tix.is

Skrifaðu ummæli