ÞEKKTIR SNJÓBRETTAKAPPAR TAKA UPP ÞÁTT Á ÍSLANDI

0

horizon

Síðasta vor heimsóttu Vestfirði kvikmyndagerðarmennirnir Jake Price, Nick Kalisz og ljósmyndarinn Andrew Miller ásamt einhverjum færustu brettamönnum heims með það fyrir augum að helga Íslandi einn þátt í þriggja seríu undir yfirskriftinni „Horizon lines.“ Sögumaður þáttanna heitir Forrest Shearer og er þekktur snjóbrettakappi og með honum í Íslandsferðinni voru miklar goðsagnir í snjóbrettaheiminum, þeir Jeremy Jones og Bryan Iguchi og brimbrettakappinn Kohl Christensen.

Forrest Shearer, west fjords Iceland

Íslandsþátturinn er að mestu leiti tekinn upp á Vestfjörðum í Hornstrandafriðlandinu og sigldi hópurinn þangað með Sigurði Jónssyni á skútunni Arktika, sem rætt er við í þættinum.

Forrest Shearer segir um gerð þáttanna að hann vilji sjá fólk finna til innblásturs af náttúrunni, sem sjá má í kynningarmyndbandi en hún leikur þar ansi stórt hlutverk.

hl_title-page_chile

Ásgeir Höskuldsson (Geiri) framkvæmdastjóri Vesturferða er einn þeirra sem ferðist með hópnum um Vestfirði og segir hann þáttinn vera skemmtilega og öðruvísi kynningu fyrir svæðið og sé þátturinn að fá mikla umfjöllum til að mynda í tímaritunum Transworld Snowboarding og Nordic Surf Magazine.

Íslandsþátturinn verður frumsýndur á Transworld Snowboarding seinna í dag 23.nóvember, í hinum tveimur þáttunum sem sýndir verða í desember og janúar verður sýnt frá ferðum Sheares og félaga til Japans og Chile.“

https://www.facebook.com/FieldDay.Studios/?fref=nf

https://www.instagram.com/explore/tags/horizonliners/

Skrifaðu ummæli