ÞEKKTIR LISTAMENN ÚR ROKK OG RAPPHEIMINUM SENDA FRÁ SÉR LAG OG MYNDBAND

0

kronika

Hljómsveitin Kronika var að senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband en það ber heitið „Tinnitus Forte.“ Kronika er glæný sveit en liðsmenn hennar eru engnir nýgræðingar þegar kemur að tónlist! Meðlimir Kroniku koma öll úr þekktum sveitum en þær eru Reykjavíkurdætur, Sunnyside Road, Skálmöld og Dimma.

kronika-2

Erfitt er að skilgreina tónlistina enda koma þau öll úr sitthvorri áttinni, en úr verður skemmtilegur bræðingur, einskonar rapp og rokk. „Tinnitus Forte“ er titillagið af væntanlegri plötu Kroniku. Myndbandið er einkar glæsilegt en það er ljósmyndarinn Gaui H sem á heiðurinn af því.

http://gauih.com/

Comments are closed.