„ÞEGAR MANNI FINNST MAÐUR EKKI HAFA NEITT AÐ SEGJA“

0

Arnar Jón Guðmundsson sem gengur undir listamansnafninu Einfari er 25 ára Austfirðingur en hann var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Spott.“

„Lagið kom til mín í baði þegar ég var að ströggla við annan texta og fjallar í stuttu máli um að reyna að segja eitthvað þegar manni finnst maður ekki hafa neitt að segja.“ – Arnar

Arnar er búsettur núna í Reykjavík og verður gaman að fylgjast með honum í nánustu framtíð. Lag og texti er eftir hann sjálfan en einnig tók hann upp og mixaði sjálfur.

Skrifaðu ummæli