THE VINTAGE CARAVAN OG WACKEN METAL BATTLE Á MORGUN LAUGARDAG

0

Poster2

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle Iceland fer fram í Norðurljósum í Hörpu, laugardaginn 11. apríl. Sérstakir gestir verða The Vintage Caravan sem hafa aldeilis verið að slá í gegn á erlendri grundu á síðustu misserum.

Sex sveitir munu keppa um hnossið: Að komast á Wacken Open Air, stærsta þungarokksfestival heims, spila þar fyrir mörg þúsund manns og taka þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum.

Áhorfendur og dómnefnd sjá um að velja sigursveitina, en dómnefndina skipa:

 

Innlendir

Árni Mattíasson – Blaðamaður hjá Morgunblaðinu

Stefán Magnússon – Aðalskipuleggjandi Eistnaflugs

Henry Birgir Gunnarsson – Blaðamaður hjá Fréttablaðinu

Sigvaldi Jónsson – Þáttagerðarmaður hjá Rás 2 og eigandi dordingull.com vefsetursins

Eyvindur Gauti Vilmundarson – Ritstjóri vefritsins Andvari

 

Erlendir

Dieter Heavy-D Bossaerts – Eigandi Soundguy.be í Belgíu. Hljóðmaður á Wacken og sveita eins og My Dying Bride og fleiri.

Matti Riekki – Ritstjóri Inferno Magazine í Finnlandi

Tom O’Boyle – Blaðamaður hjá Metal Hammer í Bretlandi

Jacob Denissen – Ritstjóri hjá Devilution Magazine í Danmörku

Greg Moffitt – Blaðamður hjá Iron Fist Magazine í Bretlandi

Yngve Christiansen – Aðalskipuleggjandi Blastfest í Noregi. Blaðamaður hjá Metal Hammer í Noregi og söngvari Blood Red Throne og Grimfist

Morgane Kouni – Blaðamaður hjá Metallian Magazine í Frakkandi.

 

Keppnissveitir eru:

Auðn

Churchhouse Creepers

In The Company Of Men

Narthraal

ONI

Röskun

Gestasveitir

The Vintage Caravan

Ophidian I

Aeterna

Ophidian I sigruðu þessa keppni síðast á Íslandi og þeir munu koma þarna fram í síðasta skiptið með núverandi trommara, en hann hefur gengið til liðs við The Vintage Caravan og er einmitt á leiðinni til megilandsins með henni núna á vormánuðum.

Ophidian I í Eldborg

Ophidian I á sviðinu í Eldborg 2013

Mynd 2 - lokaskot - crowd í bakgrunni

Húsið opnar kl. 17.30 – Byrjar 18:00

Miðasalan er á http://harpa.is/dagskra/wacken-metal-battle

og einnig niðrí Hörpu og á útsölustöðum midi.is

Comments are closed.