THE THIRD SOUND SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „YOU ARE NOT HERE“

0

the third sound

Hljómsveitin The Third Sound var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist „You Are Not Here“ en lagið er gert í samvinnu við tónlistarkonuna Tess Parks. Hákon Aðalsteinsson er aðal maðurinn á bakvið sveitina en laginu má lýsa sem draumkenndu rokki og er myndbandið virkilega flott og passar einkar vel við lagið.

Tess Parks

Tess Parks

The Third Sound eru Hákon Aðalsteinsson, Robin Hughes, Antonio D’Orazio, Ambroise Prieur, Stefan Widdess og gerir sveitin út frá Berlín en Hákon er búsettur þar í borg.

Sveitin hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu og hefur meðal annars farið á tónleikaferðalag með rokksveitinni Brian Jonestown Massacre með íslandsvininum Anton Newcombe innanborðs. Sveitin er á mála hjá Fuzz Club Records þannig það má með sanni segja að mikið er að gerast hjá þessari frábæru hljómsveit.

Comments are closed.