THE ROULETTE MEÐ NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

the roulette

The Roulette er ný progg rokk hljómsveit frá Selfossi. Teitur (gítar) og Skúli (trommur) hittust fyrst í lok 2013 með það í huga að stofna band og var stefnan fljótlega tekin í átt að progginu.

Eftir aðeins örfáar æfingar var byrjað að taka upp fjögra laga EP plötu (sem aldrei leit dagsins ljós). Eftir miklar mannabreytingar hóf sveitin upptökur á sinni fyrstu breiðskífu sem mun koma út seint 2015.

Fyrsta lag af plötunni er komið á veraldarvefinn. Lagið sem ber nafnið Midnight Hours var tekið upp í Stúdíó Himnaríki og unnið af Stúdíó Hljómi.

 

 

 

 

Comments are closed.