„Það voru margir búnir að hafna þessum takti“

0

Tónlistarmaðurinn Valur Freyr eða Wally The Kid var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Gjörðu Svo Vel Ögraðu Mér.“ Valur er kominn ferskur inn eftir árs pásu frá tónlistinni en vill koma með smá nýtt en „óhefðbundið“ og þar sem hann sá auglýsingu inn í grúppunni á facebook sem nefnist „Íslenskt hip hop“ fóru hjólin að snúast.

„Ég tók mér pásu frá rappi í eitt ár því mér fannst eins og það var eitthvað með áhugann sem var að deyja út … ritstífla eftir ritstíflu og þorstinn í viðurkenningu og of hugsandi: „Hvað ef þetta suckar?“ „hvað ef ég er að gera mig af fífli?“ Svo ég bara settist niður og byrjaði á núlli.“ – Valur

Valur fór í það að safna sér eins mikið af ljóða og orðabókum og hann gat fundið og byrjaði að búa til nýjan orðaforða, leita eftir nýjum stíl, nýjum tón, nýjum karakter og með tímanum var honum farið að klæja í fingurnar að fara að taka upp því hann var stútfullur af hugmyndum.

„Eitt kvöldið var ég að scrolla gegnum íslenskt hip hop síðuna og kom auga á auglýsingu frá strák sem var að segja að hann væri að leita af eitthverjum rappara/tónlistarmanni sem hafði áhuga á að „spitta á beats“ hjá honum svo ég hugsaði: „Núna eða aldrei Valur!“ – Valur

Valur lét vaða og sendi stráknum línu sem er Rúnar Ívars, maðurinn á bak við lagið „Gjörðu Svo Vel Ögraðu Mér.“ Rúnari leist vel á hugmyndirnar og fól Vali smá heimavinnu. Valur fór þá á smá beat hunt á soundcloudinu hans Rúnars og á endanum fann hann eitt sem greip hann.

„Hann sagði að það væru margir búnir að hafna þessum takti vegna þess að þetta væri svo óhefðbundið … en málið með mig, ég fýla óhefðbundið!“ – Valur

Strákarnir tóku upp lagið nokkrum sinnum og útkoman varð skítur sem fær mann til að hoppa. Til að byrja með voru sex útgáfur af viðlaginu en ekkert af þeim var í takt eða bara hljómaði asnalega eins og Valur orðar það.

„Tveim vikum áður en ég tók upp var ég pirraður í vinnuni og allt í einu byrjaði ég að raula „ohh shit það munaði litlu god damn það munaði litlu“ og ég man að ég var búin að skrifa það niður á subway bréf og fann það í vinnubuxum mínum .. svo ég ákvað að hafa það og boom!“ – Valur

Viðlagið svona smell passar og fær lagið mann svo sannarlega til að hoppa!

Skrifaðu ummæli