„ÞAÐ VIRKAR EKKI LENGUR AÐ BRJÓTA MIG NIÐUR“

0

Tónlistarkonan Sjana Rut var að senda frá sér nýtt lag og myndband en það ber heitið „Your words don’t mean a thing.” Sjana segir að lagið fjalli um orð og skítköst sem hafa oft verið sögð við hana á netinu, í gegnum símann og í persónu.

„Með þessu lagi er ég í rauninni að segja að leiðinleg orð skipta engu máli og að maður á ekki að taka svona inná sig vegna þess að þau gera ekkert nema að brjóta mann niður.“ – Sjana Rut.

Orðin sem sjást í byrjun myndbandsins eru einungis brot af þeim orðum sem Sjana hefur fengið að heyra en mörg þeirra eru mjög gróf og ógeðfelld sem hún ákvað að hafa ekki með í myndbandinu.

„Í titli lagsins er ég að segja að ég tek þessu ekki inná mig og það virkar ekki lengur að brjóta mig niður með þessum hætti,“ segir Sjana að lokum.

Lag og texti er eftir Sjönu en bróðir hennar NumerusX útsetti lagið. Myndbandið vann Sjana sjálf en þetta er annað myndband hennar. Snorri Christophersson aðstoðaði við upptökur.

Skrifaðu ummæli