„ÞAÐ VAR UMLIGGJANDI EFTIRVÆNTING OG ANDRÚMSLOFTIÐ TÖFRANDI”

0

Hljómsveitin LEGEND gaf nýverið út sína aðra breiðskífu Midnight Champion sem hefur fengið glimrandi dóma víðsvegar um heiminn! Sveitin hefur verið á ferð og flugi útum allann heim síðan fyrsta plata sveitarinnar Fearless kom út árið 2012 og ekki hefur gefist nægur tími til að koma fram á Íslandi. Krummi og félagar ætla að bæta úr því og blæs sveitin til heljarinnar útgáfutónleika á Gauknum laugardaginn 3. Febrúar.

Öllu verður til tjaldað og hefjast tónleikarnir á miðnætti. Engin forsala er á miðum og er aðgangseyrir aðeins 2.000 kr, selt við hurð.


Hvaða lag er skemmtilegast að spila live og hvað eru eftirminnilegustu tónleikar þínir með Legend?

Þau eru mörg og erfitt að gera uppá milli þeirra en við elskum að flytja „Runaway Train”, „Midnight Champion”, „Time to Suffer”, „Cryptid” og „Virgin.”  Það var mjög eftirminnilegt þegar við komum fram á stærstu goth/industrial hátíð í heimi sem heitir Wave Gotik Treffen (Germany) þar sem við fylltum tónleikasalinn sem tók rúmlega 3000 manns. Það var umliggjandi eftirvænting í tónleikagestum og mikil spilagleði á milli hljómsveitarmeðlima sem gerði það að verkum að andrúmsloftið var töfrandi.

Midnight Champion hefur verið að fá glimrandi dóma út um allan heim, bjuggust þið við svona góðum viðtökum?

Maður á aldrei að búast við góðum viðtökum sem gerir það að verkum að maður verður ekki fyrir vonbrigðum en við erum að þessu fyrst og fremst fyrir tónlistina sem hreyfir við okkur persónulega.  Skapa af einlægni og innlifun. Við auðvitað  bjuggumst við að einhverjir myndu ekki skilja þróuninna sem er við að búast þegar hljómsveit einblínir mikið á framsækni en svo virðist vera að flest allir eru að skilja hvert við erum að fara. Sem er mjög hvetjandi og erum við þakklátir fyrir það.

Við hverju má fólk búast á tónleikunum og verður platan tekin í heild sinni?

Platan verður tekin í heild sinni í þeirri röð sem hún er á plötunni.  Fólk má búast við tilkomumiklum tónleikum sem jaðrar á við trúarlega og yfirnáttúrulega upplifun.

Eitthvað að lokum?

Við hlökkum til að sjá sem flesta og fagna með okkur. það verður einnig sérstakur hljómsveita varningur til sölu sem verður ekki fáanlegur eftir tónleikana!

Instagram

Skrifaðu ummæli