„Það vantar smá rokkstjörnu drip í rappsenuna á Íslandi”

0

Yung Leakim sendi fyrir skömmu frá sér lagið „Rokkstjörnu Drip” en hann og Gabríel Máni voru ekki lengi að skella í “beat” og taka upp sönginn! Yung Leakim eða Mikael  Jóhannesson eins og hann heitir réttu nafni samdi textann sjálfur en hann segir hann vera ekki flóikinn, einfaldleikinn er oftast bestur.

„Ég held að ég hafi ekki heyrt neinn segja rokkstjörnu drip áður og ég myndi segja að það vanti kannski smá í rapp senuna á Íslandi!. Bæði attitude’dið og soundið, en vitum flest að það vantar ekki upp á tískuna í senunni.” – Yung Leakim.

Nóg er um að vera hjá kappaum en von er á meira efni frá honum á næstunni. Árni Eldon einni þekktur sem vrong mixaði og masteraði lagið. Umslagið vann frænka Mikaels, Katarín Stefánsdóttir en hún teiknaði Mikael upp í tölvu eftir mynd sem hann sendi henni.

Skrifaðu ummæli