ÞAÐ ÞURFTI AÐ FRELSA ÞESSAR GEIRVÖRTUR

0

una-stef

Tónlistarkonan Una Stef var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „I´m Yours.“ Una vinnur nú að EP plötu og er umrætt lag annað lagið sem heyrist af henni. Lagið var tekið upp í sumar en Una samdi bæði lag og texta. Með henni eru Daníel Helgason sem spilar á bassa og gítar, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir spilar á trommur, Ási Jóhanns tók upp og mixaði og Jóhann Ásmundsson masteraði.

„Þetta var mjög skemmtilegt verkefni! þrjár listakonur úr mismunandi áttum, sem varð svo að þessu myndbandi. Upprunalega hugmyndin að myndbandinu þróaðist og breyttist mikið í ferlinu. Ástæðan er sú að það er einhverskonar fílingur okkar á milli.“ – Una Stef

im-yours-still-ur-myndbandi

Myndbandið vann Una með Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði, skaut og klippti og dansaranum Díönu Rut Kristinsdóttur. Miklar vangaveltur fóru í gang og sérstaklega hvort myndbandið væri of klúrt og hylja þyrfti geirvörtur Díönu. Fljótlega var ákveðið að það væri fáránlegt og það þyrfti að frelsa þessar geirvörtur enda er tilvist þeirra ekkert nema fegurð náttúrunnar.

Fyrir ykkur sem viljið berja dömuna augum kemur hún fram á Iceland Airwaves í nóvember.

 

Comments are closed.