Það hringja eflaust nokkrar bjöllur þegar nafnið Kerri Chandler kemur upp í hugann

0

Það hringja ábyggilega nokkrar bjöllur þegar nafnið Kerri Chandler kemur upp í hausnum en Kerri er einn frægasti hús plötusnúður og tónlistarmaður sem hefur ráfað um þennan hnött. Flest allir þeir sem hafa einhvern áhuga á raftónlist vita hvað Kerri hafði mikil áhrif á hvernig taftónlist er í dag. Hann er frumkvöðull og breytti senunni með sál í hústónlistinni og spilar yfirleitt lifandi yfir settinn sín á hljómborði. Kerri var ljósgeisli jaðarsenu New York og New Jersey og kom jaðartónlistinni beint upp á yfirborðið og er ennþá daginn í dag að spila á öllum stærstu hátíðum í heimi.

Kerri hefur komið til Íslands í þrjú skipti að loka tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Hann hefur þó aldrei stigið inn í næturklúbba Reykjavíkur, né spilað þar. Það er með miklu stolti og ánægju að bjóða núna upp á Kerri Chandler á Vintage Box í bland við það besta frá Íslandi.

Báðar hæðir verða teknar yfir þetta kvöld og dagskráinn ekki að verri endanum með rjóma úr Íslensku næturlífi í bland við Kerri Chandler. Það er skorað á þig að mæta og sýna bæði senu Íslands stuðning og taka á móti þessum listamanni með stæl. Herlegheitin fara fram á morgun (föstudaginn 2. Nóvember) á Vintage Box!  Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli