ÞAÐ ERU LITLU HLUTIRNIR SEM SKIPTA MÁLI

0

Skoski tónlistarmaðurinn Mark W. Georgsson var að senda frá sér jólalagið Dance (around the fake fir tree) en smáskífan lýtur dagsins ljós þann 1. Desember næstkomandi. Mark er mikill íslandsvinur en hann tók upp sína fyrstu breiðskífu hér á landi með aðstoð frá tónlistarmanninum og upptökustjóranum Arnari Guðjónssyni.

Albumm.is spurði Mark nánar út í lagið og tengingu hans við land og þjóð!


Er lagið búið að vera lengi í vinnslu og hvaðan kom hugmyndin að laginu?

Ég byrjaði að vinna í laginu í Nóvember 2016 stuttu eftir að ég kom frá Íslandi eftir að hafa spilað á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Ég bauð vini mínum John McArthur (hann er aðal gítarleikari hljómsveitarinnar The Bar Dogs) í heimsókn og við höfðum svipaðar hugmyndir hvert við vildum taka lagið.

Lagið fjallar um ungt fólk sem er að hefja lífið saman en eiga ekki mikinn pening. Ég þekki reyndar mikið af slíkum pörum þannig það er af nægu að taka. Textinn „bare fir tree” þíðir að parið á ekki mikinn pening til að kaupa jólaskraut og textinn „fake fir tree” þíðir að margir eiða alltof miklum pening í allskonar jólaskraut sem það þarf ekkert á að halda.  

Lagið byrjar í upphafi sambandsins og eins og hjá ungum pörum er allt nýtt, ferskt og spennandi. Rifrildi brýst út en sættast svo á endanum, þetta venjulega bara. Það eru þessi litlu pirrandi atriði sem þau læra að elska í fari hvors annars og litlu hlutirnir eins og að haldast í hendur eða dansa í kringum jólatréð er það sem skiptir máli!

Plötuumslag: Gunnar Freyr Gunnarsson

Er öðruvísi að semja jólalag en önnur lög og ef svo er á hvaða hátt?

Já, ég mundi segja það, þar sem maður er að semja lag um ákveðinn tíma á árinu og maður er að hugsa um ákveðin hljóðfæri til að láta lagið hljóma jólalega. En að sama skapi þegar allt er tekið í burtu er þetta ekkert svo frábrugðið.

Hvenær hófuð þið og Arnar Guðjónsson (Leaves, Warmland) samstarf og hvernig æxlaðist það?

Við byrjuðum að vinna saman þegar ég var að taka upp mína fyrstu breiðskífu. Ég ákvað að hafa leini lag á plötunni! Ég hafði samið skoskt folk lag og mér fannst góð hugmynd að þíða það yfir á íslensku. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Leaves og vinur minn Þormar Melsted þekkti Arnar og hann kom mér í samband við hann. Vinur hanns Þormars þýddi textann yfir á íslensku og Arnar og söngkonan Sigríður Thorlacius sungu lagið listarlega vel! Lagið ber titilinn „Söngur Hins Mædda Manns“ og er fáanlegt á 7″ vínyl í öllum betri plötubúðum Reykjavíkur.  

Ef við víkjum aðeins að upptökuferlinu á jólalaginu þá langaði mig að taka það upp á íslandi. Ég sendi lagið á Arnar og hann var til í slaginn. Eftir nokkra Tennent´s bjóra bókuðum við flug til íslands og upptökur hófust skömmu seinna!

Mark, Arnar og félagar á góðri stundu á Íslandi.

Hvað er þitt uppáhalds jólalag og ertu mikið jólabarn?

Ég hef alltaf elskað jólin og jólalög. Ég elska klassísk jólalög með meisturum eins og Bing Crosby og Dean Martin en einnig popp slagara með Slade, Wizard, John Lennon og Paul McCartney. Ég elska einnig svokölluðu “indie underground” lögin með Low, Sufjan Stevens, The Raveonettes og Julian Casablancas.  

Hvenær á að spila næst á íslandi og hvað ber nánasta framtíð í skauti sér?

Ég er að spá í að koma aftur til íslands í byrjun næsta árs, er einnig að skoða að koma næsta sumar og spila nokkur gigg á íslandi og í Færeyjum. Ég er einnig að vinna allskonar tónlist með nokkrum hljómsveitum þannig það er nóg að gera! Ég er búinn að vera svo heppinn að fá að vinna með virkilega flottu íslensku tónlistarfólki eins og t.d. Hafdísi Huld og Júníus Meyvant.

Ef einhver vill fá mig til að spila á íslandi er ég og hæjómsveitin mín alltaf til! Ef einhver íslensk bönd eru á leiðinni til Skotlands að spila ekki hika við að hafa samband og ég mun reyna að hjálpa eins og ég get!

Eitthvað að lokum?

Rétt í þessu byrjaði að snjóa hér í Glasgow, held þetta sé fyrirboði um góð jól! Vonandi líkar ykkur lagið og gleðileg jól.

Skál!

Skrifaðu ummæli