„það er mér mikill heiður að fá að gefa þetta loksins út til minningu hans“

0

Tónlistarmaðurinn Joseph Cosmo betur þekktur fyrir verkefnið SEINT gefur frá sér nýtt textað myndband við lagið „Guð“ en lagið er tekið af væntanlegri plötu kappans, The world is not enough, og má búast við henni í enda Júní á Spotify.

Myndbandið og lagið er tileinkað Ingólfi Bjarna Kristinnssyni sem féll frá á seinasta ári, en hann syngur einmitt viðlagið.

„Ingólfur  var einn minn elsti og besti vinur. Og einn klárasti sönvari og listamaður sem ég þekkti. Þannig það er mér mikill heiður að fá að gefa þetta loksins út til minningu hans.” – Joseph Cosmo

„Elska þig Ingólfur! Þetta er fyrir þig“ segir Joseph Cosmo eða SEINT að lokum.

Skrifaðu ummæli