ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á AÐ DREYMA HEIMINN UPP Á NÝTT

0

jara-3

Tónlistarkonan Jarþrúður Karlsdóttir eða Jara eins og hún kallar sig frumsýnir í dag glænýtt og glæsilegt myndband við lagið „Barceloneta.“ Lagið var samið á flugvellinum í Barcelona þar sem Jara var á leiðinni aftur heim til Íslands.

„Ég var ekki mjög hress. Ég var illa sofin, of langt síðan ég fór í almennilega sturtu og töskunni minni með veskinu mínu, símanum, dagbókum og myndavél vinar míns hafði verið stolið kvöldið áður þegar ég sat á Barceloneta ströndinni.“ Jara.

jara-4

Mikið af heimilislausu fólki býr á götum Barcelona og fékk það tónlistarkonuna til að hugsa og um leið varð hún nokkuð leið. Leið yfir heimi sem lætur fólk og krakka flýja heimilin sín og heimalöndin til þess að búa úti á götu í ókunnugu landi. Alls ekki gott ástand.

„Ég hef örugglega verið mjög fáránleg þarna á flugvellinum. Ég var nýbúin að kaupa mér ukulele sem ég samdi lagið á en ég var líka með rosa stóra zebrahestsgasblöðru. Af því að mér þótti hún mjög falleg og enginn í öllu flugvallar prósessinu sagði mér nokkurn tíma að gasblöðrur væru bannaðar.“ Jara.

jara-2

Myndbandið er allt unnið upp úr efni sem tónlistarkonan tók upp á ferðalagi sínu um Indland. Á leiðinni í lest á milli Agra og Varanasi var mikil þoka og lestarferðin sem átti að taka tólf tíma tók tuttugu og fjóra tíma.

„Mér fannst þessar lestartökur henta laginu ótrúlega vel. Bæði af því að lagið var samið á flugvelli, stoppistöð sem tilheyrir eiginlega engu landi. Hins vegar þá minnir fátæktin þarna á þemað í laginu, að það sé kominn tími á að dreyma heiminn upp á nýtt.“ – Jara.

Comments are closed.