„ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ ELSKA“

0

Elísabet Ormslev var að senda frá sér sitt fyrsta lag og myndband sem nefnist „Moving On.” Elísabet vakti mikla athygli með þátttöku sinni í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland árið 2015 og ári seinna í söngvakeppni sjónvarpsins með lagið „Á Ný.”

„Eftir að því ævintýri lauk var ég ekki alveg viss um hvaða stefnu ég vildi taka í tónlistinni, en vissi að ég vildi gefa út nýja tónlist, ný lög með sjálfri mér.” – Elísabet

Örlygur Smári er höfundur lagsins og eiga þau bæði í textanum, en innihald lagsins er Elísabetu mjög nákomið.

„þetta eru aðstæður og tilfinningar sem ég hef lent í persónulega. Að elska einhvern svo mikið að þú getur varla sleppt manneskjunni, en það er eitthvað sem gengur ekki upp. Þetta kannast rosalega margir við; það er ekki nóg að elska. Það er svo margt í ástarsamböndum sem þarf að passa og tímasetningin er rosalega mikilvæg og það er ömurlegt þegar hún er ekki rétt og maður skilur ekki hvernig það er hægt að vera svona ástfanginn en geta samt ekki verið með manneskjunni af einhverjum ástæðum.” – Elísabet

Myndbandið er frekar einfalt en aðal hugsunin á bakvið það eru lýsingarnar. Í viðlaginu syngur Elísabet „I dont want to – but I need to – I must put you forever behind me“ og fannst henni áhugavert að leggja áherslu á þetta með ljósum. Lýsingaskiptin segir hún að tákni hvað maður skiptir oft um skoðun og hvað tilfinningar geta farið fram og til baka endalaust.

Skrifaðu ummæli