„Það er eitthvað mjög fallegt við ófullkomnun“

0

Tónlistarmaðurinn Fannar Guðni var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem ber heitið „Hey Já.“ Fannar er mjög áhugasamur á RnB og djass og sækir hann mikinn innblástur þaðan við sína tónlistarsköpun.

„Ég sit á mjög miklu efni og er í raun bara að sigta út hvað mig langar að gefa út og hvað ekki. Ég er ennþá að þróa minn tónlistarstíl og finnst mér ótrúlega gaman að gera mismunandi tónlist og prufa mig áfram með mismunandi hljóð.“

Fannar hefur verið að búa til tónlist í dágóðan tíma en hefur verið pínu smeykur við að gefa hana út, þar til núna.

„Þetta er bara eins og með allt, maður er mjög krítískur á sjálfan sig og vill að allt sé fullkomið, en er búinn að fatta það í gegnum tíðina að það er eitthvað mjög fallegt við ófullkomnun. Ég er allavegana mjög stoltur af þessu lagi og það er miklu meira á leiðinni, ég get alveg lofað því!“

Hey Já, er pródúserað af góðvini Fannars eða honum Gabríeli Mána, en Rúnar Ívars sá um mix og masteringu.

Skrifaðu ummæli