TERRORDISCO ER MAGNAÐUR Á SINNI FYRSTU STUTTSKÍFU

0

Terrordisco - Promotional Picture

Terrordisco hefur verið leiðandi afl í íslenski danstónlistarsenunni í fjölmörg ár. Hinn fyrrverandi ásláttarleikari FM Belfast hefur getið sér góðan orðstír sem einn uppátækjasamasti plötusnúður Reykjavíkur, þá sér í lagi fyrir sín stórskemmtilegu „edits“ af bæði íslenskum og erlendum danslögum. Þrátt fyrir að vera helst þekktur fyrir hæfni sína á bakvið plötuspilarana, hefur hann sýnt fram á kænsku og kúnst við gerð tónlistar t.a.m. með fjölmörgum samstarfsverkefnum og endurhljóðblöndunum. Með frumraun sinni „Fyrst“ sýnir hann fram á hæfileika til þess að búa til eitthvað nýtt og framandi – danstónlist með sérstöku kryddi, sem gerir tónlistina sérstaka, framandi en þó dansvæna.

disco

Þessi fimm-laga stuttskífa kemur víða við – allt frá seiðandi en jafnframt taktföstu furðuhúsi í laginu „Terragon Sunset“ yfir í afróskotna hústónlist í „Broad Hill Shuffle“ – og er ef það er ekki nóg þá endar skífan á undurfögru sveimi í takt við brotna takta í laginu „Hekla“.

Raftónar er íslensk útgáfa sem sérhæfir sig í hágæða raftónlist og hefur gefið út tónlist með listamönnum svo sem M-Band, Buspin Jieber, Muted, Skurken og fleirum – og er þetta tólfta útgáfan hjá fyrirtækinu.

Hér fyrir neðan má heyra lagið „Broad Hill Shuffle.“

http://raftonar.bandcamp.com/album/fyrst

Comments are closed.